--->
  Frelsarinn
   Prenta þessa grein · Senda vini

 
Mið. 17. janúar 2001
Kínverjar setja lög um eyðni

Kínversk stjórnvöld hafa nýverið opinberað skýrslur um fjölda HIV-smitaðra í landinu. Hafa kínverskir fjölmiðlar greint frá því að allt að ein milljón manna séu smitaðir í landinu, þrátt fyrir að stjórnvöld viðurkenni einungis að þeir séu tuttugu þúsund á skrá.

Borgin Chengdu í Sichuan-héraði í Kína þykir með frjálslyndari borgum landsins. Þar hafa yfirvöld tekið sig til og skorið upp herör gegn eyðni. Baráttuaðferðin er einföld; að útiloka alla smitaða frá samfélaginu með sem mestu móti, auk þess að koma upp um ný smit eins fljótt og auðið er.

Í því skyni fyrirskipa lögin lögreglunni að setja þá sem eru í áhættuhópi, svo sem vændiskonur og eiturlyfjafíkla, í rannsókn þegar viðkomandi er handtekinn og að aðskilja skuli HIV-jákvæða frá hinum. Lögin taka einnig til starfsréttinda fólks; banna smituðum að vinna t.d. við barnaumönnun og hjúkrunarstörf. Kínverjar sem hafa dvalist erlendis í meira en ár skulu einnig vera rannsakaðir og þeir sem brjóta lögin skulu sæta háum fjársektum.

Íbúar Chengdu-borgar eru ekki á eitt sáttir með reglugerðina en embættismaður nokkur sem varð fyrir svörum dagblaðs í borginni svaraði því til „að réttindum minnihlutans ætti að vera fórnað fyrir velferð meirihlutans“.

Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Peking mótmælti setningu lagana og hafði það þau áhrif að felld voru út m.a. ákvæði um að HIV-jákvæðum væri meinaður aðgangur að sundhöllum og almennings baðhúsum.

Kínversk yfirvöld eru nú fyrst farin að viðurkenna vandann, 15 árum eftir fyrsta dauðsfallið að völdum eyðni. Þrátt fyrir það verja Kínverjar litlu fjármagni til fræðslu og forvarna. Kínverskar fjölskyldur ræða almennt ekki kynlíf og þekking almennings á vandanum er mjög ábátavant, því hafa háværar raddir heyrst að taka þurfi á vandanum og er þetta lausn yfirvalda, að ráðast gegn sjúklingunum í stað þess að taka á vandanum. Andmælaraddir heyrast aðallega frá ungu fólki. Ungir Kínverjar hafa einnig kvartað undan takmörkuðum aðgangi að getnaðarvörnum.

Lögin bara sterkan keim laga sem giltu í Suður-Afríku fam á tíunda áratuginn, þau minna óneitanlega á hugsunarháttinn sem viðgengst í suðurríkjum Bandaríkjanna allt fram á síðari hluta 20. aldarinnar. Þau jafnvel rifja upp einangrun gyðinga í ghettóum Þjóðverja á fjórða áratugnum. Aðskilnaður HIV-smitaðra eða einangrun er endurtekning á fyrrnefndum stefnum, munurinn er aðeins sá að áður var það litarháttur eða trú, nú er það sjúkdómur sem smitar ekki við daglega umgengni. Mannréttindi kínverskra borgara eru fótum troðin af stjórnvöldunum í Peking, þarna er ráðist harkalega á sjúklinga með skipulögðum hætti. Því verður heimsbyggðin að mótmæla.

Heimild: The Washington Post 15. janúar 2001

    ÁF

   << Til baka
............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............ ............