--->

Kíktu á hrekkjusvín.is, eina lífræna rafritið á Íslandi
Ágúst Flygenring

- statískur dadaismi

2000/09/10

Óli Talibanani og Tommi Pottormur
Óli: Skrattinn faðmaði mig ekki, hann tók utan um mig, það er stór munum þar á!
Óli: Það er zeta í Bæjarins beztu, enda hefur vagninn verið starfandi síðan þeir byrjuðu að selja pylsur í vínarbrauði í kringum 1930.
Tommi: Settu músarbendilinn á myndina og þá kemur svona "alt=" texti, þetta er mín leið að geta heimildar þegar myndir eiga í hlut, meira að segja ef ég tek myndina! Ég er einmitt mjög sammála því að menn eiga ekki að "stela" gögnum af netinu.

>23:31

Illugi
Inngangur Illuga í kvöld lofar góðu, bíð spenntur eftir framhaldinu...

>23:04

RSK
Ég hata hvað ég get verið óskipulagður, núna er ég að klára það sem ég verð að vera búinn með fyrir morgundaginn, bunki af ársreikningum og fleira sem ég þarf að færa inn, Guði sé lof fyrir vélritunarkennsluna í Verzló!

Svo á maður auðvitað eftir að læra o.fl. þannig að maður verður kominn upp í rúm um þrjúleitið, ef allt gengur að óskum:)


>22:23

Blúbb... blúbb...
Þetta orð minnir mig alltaf á það þegar vatn skellur í stálvaski og heldur þannig fyrir manni vöku, vegna þess að maður vill ekki fara fram úr og þannig tapa hitastiginu undir sænginni.
En Tolli Blúbbari er að velta fyrir sér séinu í sé-enn-enn, það stendur fyrir kapal, Kapal-fréttanetið.
Ég hef einmitt lent í deilu um hvað séin stæðu fyrir, hvort það væri News Network eða Network News, en það er semsagt Cable New Network, enda stendur t.d. neðst á síðu CNN:
© 2000 Cable News Network. All Rights Reserved.
Terms under which this service is provided to you.
Read our privacy guidelines.
Tolli talar um tannbusta:
Er hægt að segja að statískir tannburstar, þeir sem ekki eru knúnir með rafmagni, bursti?
Ætli það séu tannbustar með "tölulegum staðreyndum"? Hvað ætli Geir hafi um það að segja?

>22:10

Líffræði
Var að skoða heimasíðu Ingu Hrundar og sá þar einhverjar upplýsingar um saumaklúbbinn hennar, skv. því var hún í líffræði í . Er þetta rétt?
E.t.v. er það bara ég en mér hefur alltaf þótt líffræðingar vera mjög sérstakur "þjóðflokkur", ásamt fleiri "þjóðflokkum" vissulega, t.d. endurskoðendum.

Hún var eitthvað að tala um hvernig sumir hefðu litið allt öðruvísi út heldur en hún bjóst við. Ég verð að viðurkenna að fáir komu mér á óvart, maður var búinn að sjá myndir af mörgum en ég t.d. hafði ekki séð neinn þarna í sjón fyrir utan S&Ó og Finnboga, jú og Geir Freysson. Eina fólkið sem kom mér virkilega á óvart var Baldur, sem ég hélt einhvurra vegna að væri svona semi-choco og Inga Hrund, sem ég hélt að væri dökkhærð og þybbin. Svo verð ég að viðurkenna að eftir að hafa séð þessa mynd af GeirÁg, þá kom mér á óvart að hann væri bara nokkuð "normal" í sjón.

Vonandi að ég sé ekki að móðga neinn með þessum skrifum.
>21:56

Skrattinn hittir ömmu sína
mynd: Tómas Hafliðason - kongur.com

>19:27

Blogger-ráðstefna
Einu sinni átti ég ímyndaða vini - ég átti vini sem ég ímyndaði mér hvernig litu út.
Í kvöld breyttist þetta, vinirnir öðluðust líf - með statískum dadaisma...

>04:11

2000/09/09

19:27
Ég held að Excel sé illa við mig. Fyrningaskýrslu-hamurinn sem ég bjó til fyrir Excel skilaði hálfrarbls. skýrslu út á 18 bls. Pirr Pirr Pirr!

>19:28

Zaire - Lýðræðislega lýðveldið Kongó
Í apríl 1997 skrifaði ég stutta grein um Zaire, sem stuttu síðar var undurskírt Lýðræðislega lýðveldið Kongó af nýjum "forseta" landsins Laurent Kabila. Allavega, þá ætla ég birta stytta útgáfu greinarinnar hér á eftir:
Inngangur

Saír hefur verið á forsíðum dagblaðanna undanfarin misseri. Í austurhluta landsins hefur verið gerð uppreisn og uppreisnarmenn hafa náð á sitt vald stóru landsvæði. Mobutu forseti sem lýsti sig forseta árið 1965 hefur verið við völd í þrjá áratugi og stjórnað landinu eftir eigin geðþótta. Hann er talinn eiga fé sem nemur öllum erlendum skuldum landsins á erlendum bankareikningum. Ástandið í landinu breytist dag frá degi og er ómögulegt að segja hvernig Saír mun líta út í framtíðinni. Verður landinu skipt upp og þá hvernig? Eða mun stjórnin ná að berja uppreisnina á bak aftur líkt og hún gerði á áttunda áratugnum með dyggilegri aðstoð erlendra ríkja. Mobutu forseti hefur verið studdur af erlendum ríkjum þ.á.m. Bandaríkjunum og sagði Ronald Regan eitt sinn um Mobutu að hann væri „rödd skynsemi og góðs vilja". Þessi ummæli segja ýmislegt því þegar nágrannaríkin snéru sér í æ ríkara mæli til stjórnarinnar í Moskvu gerði Mobutu það ekki. Því er bara að bíða og sjá hvort hinir erlendu vinir Mobutus eigi eftir að hjálpa honum að halda völdum. Einsog áður sagði breytist ástandið í landinu frá degi til dags og því hef ég ákveðið að skrifa ekki um uppreisnina heldur einblína á þjóðina, landið og söguna á bak við þetta þriðja stærsta land álfunnar Afríku sem þekkt er undir nafninu Saír.

Saírska þjóðin

Athuga þarf að í byrjun ársins 1996 var 1,456% þjóðarinnar farandverkamenn sem flytja oft á milli landa í leit að atvinnu. Auk þess flúðu 1994 meira en ein milljón flóttamanna til Saírs undan stríði milli Hútúa og Tútsa í Rúanda og Búrúndí. Lítill hluti þessa fólks sneri aftur heim 1995. Núna ráða Tútsar ríkjum þar og vilja þeir hefna sín. Því eru margir Hútúar í flóttamannabúðum í Saír núna. Auk þess eru um 100.000 Angólar og um 100.000 súdanskir flóttamenn.
Yfir 200 afrísk þjóðarbrot búa í landinu; fjölmennastir eru Bantúnsvertingjar en fjölmennustu ættflokkarnir heita Mongo, Luba og Kongo, sem eru Bantúnsvertingjar og Mangbetu­Azande­ættflokkurinn sem eru Hamitik-svertingjar. Þessir fjórir ættflokkar eru 45% landsmanna.

Efnahags- og atvinnulíf

Um 70% landsmanna unnu við landbúnað árið 1982, aðallega frumstæðan sjálfsþurftabúskap. Til eigin þarfa er m.a. ræktað manjók, maís, hrísgrjón og bananar en á plantekrum eru ræktaðir olíupálmar, kaffi, te, kakó, gúmmítré og bómull. Efnahagur Saír byggist mest á námugreftri í Shabahéraði. Mest er unnið af kopar en einnig talsvert af mangani, kóbalti, sinki, demöntum og gulli. Flestar námurnar eru ríkisreknar. Verðfall á kopar, sem hófst 1974, hefur leikið efnahag Saírs grátt. Iðnaður byggist á vinnslu jarðefna. Landið býr yfir gífurlegri vatnsorku en aðeins brot hennar er virkjað.
Óðaverðbólga hefur geisað lengi, til marks um það er að gjaldeyrir Saírs, zaire (Z), hafði verðgildið 3Z=1$ árið 1993 en ári seinna var það 1.194Z=1$ og í október 1995 var það 10.618Z=1$. Í byrjun árs 1995 nam verðbólgan 12% á mánuði!
Helstu iðnaðarvörur Saírs eru kopar, jarðolía, neytendavörur (m.a. vefnaðarvörur, skófatnaður, vindlingar, unnin matvæli og drykkir), sement og demantar. Saírskur iðnaður dróst saman um 20%, milli ára, árið 1993. Helstu landbúnaðarvörur Saírs eru kaffi, sykur, pálmaolía, gúmmí, te, kínin, melónur (tapioca), bananar, rótarávextir, korn, ávextir og trjáafurðir.
Helstu útflutningsvörur Saírs eru kopar, kaffi, demantar, frumefni og óhreinsuð olía. Útflutningur nam 419 milljónum bandaríkjadollara árið 1994. Helstu útflutningslönd Saírs eru Bandaríkin, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Bretland, Japan og Suður-Afríka. Á sama tíma nam innflutningur 382 milljónum bandaríkjadollara. Mest var flutt inn af neytendavörum, matvælum, vélbúnaði til námuvinnslu og annarra nota, ökutæki og eldsneyti. Helstu innflutningslönd Saírs eru Suður-Afríka, Bandaríkin, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland.
Einsog fyrr segir er mikið virkjanlegt vatnsafl í Saír, aðalega áin Kongó. Ekki er það afl nærri því allt nýtt en stærsta orkuverið er við bæinn Inga, eitt hið stærsta í heimi.
14.510.000 Saírar unnu í byrjun árs 1993 og skiptust störfin sem hér segir: Landbúnaður 65%, iðnaður 16% og þjónusta 19%.

Saga landsins

Miðaldir:
Á miðöldum voru mörg ríki í Saír, einna voldugast var konungsríkið Kongó sem náði suður í Angóla. Kongó var orðið öflugt á 14. öld. Kongó átti í fyrstu góð samskipti við Portúgala og konungurinn tók kristni en vegna þrælaverslunar, árása Portúgala og valdabaráttu liðaðist ríkið í sundur upp úr 1700.

Evrópumennirnir koma:
Sir H.M. Stanley (1841-1904) var fyrstur Evrópumanna til að sigla upp Kongófljót þegar hann var sendur af New York Herald í leit að David Livingstone í A-Afríku. Eftir honum var nefnd borg, Stanleyville, sem nú heitir Kisangani.
Árið 1885 var samþykkt á Berlínarfundinum að Leópold 2., Belgíukonungur, myndi fá Fríríkið Kongó og myndi það lúta hans persónulegu stjórn. Harðneskjan sem ríkti í Fríríkinu vakti hneykslun í Evrópu og lauk því árið 1908 þegar belgíska þingið samþykkti að innlimun væri besti kosturinn. Eftir það hét landið Belgíska-Kongó og var nýlenda Belga með Belgíukonung sem þjóðhöfðingja en ekki einvald. Belgar stjórnuðu landinu með harðri hendi og í dag telja margir Mobutu forseta ekkert skárri en Belgana.

Landið fær sjálfstæði:
Þann 30. júní árið 1960 fékk Belgíska-Kongó sjálfstæði eftir að tugir manna höfðu verið myrtir í mótmælum gegn nýlendustjórninni árið 1959 og var þá ákveðið að landið skildi fá sjálfstæði.
Á þeim tíma voru fáir læsir og innan við tuttugu menn háskólamenntaðir. Landið fékk nafnið Kongó. En ekki er öll sagan sögð. Katanga (Shaba) rauf sig frá landinu nýja með stuðningi Belga. Þetta hafði borgarastríð í för með sér, íhlutun S.Þ., deilu milli stórveldanna, ágreining milli nýju ríkjanna í Afríku og litlu munaði að þetta yrði banabiti fyrir S.Þ.
Eini stjórnmálaflokkurinn í landinu, þegar það fékk sjálfstæði, var undir forystu Patrice Lumumba (1925-1961) sem vildi miðstýrt ríki. Katanga var lífsnauðsynlegt fyrir efnahag landsins, og stjórn Kongó sneri sér til S.Þ. Lumumba gerði síðar samning við forustu Sovétríkjanna. Öryggisráðið samþykkti einróma, að S.Þ. skyldu láta til sín taka í Kongó, og hafði Dag Hammarskjöld forustu um framkvæmdir
Deilur hófust um verkefni sveita S.Þ. Lumumba leit á þær sem valdatækni til að reka Belga á flótta og ná Katangahéraði aftur. Hammarskjöld (og meirihluti meðlima S.Þ.) taldi S.Þ. eiga að koma á röð og reglu, svo að Kongóbúar gætu sjálfir leyst ágreining sinn um framtíðarstjórnarform landsins á friðsamlegan hátt. Þetta var engan veginn hægt vegna þess að ættflokkar og einstaklingar áttu í átökum og kepptu um völdin.
Eftir nokkrar tilraunir gerðu S.Þ. að lokum innrás í Katanga árið 1963.
Þá var Lumumba horfinn af sjónarsviðinu, var steypt af stóli í byltingu 1960 og myrtur 1961, og Hammarskjöld hafði farist í flugslysi 1961. Kongó var þrisvar sameinuð undir einni stjórn, fyrst af S.Þ. og síðan vegna sérkennilegra hlutverkaskipta af Tshombe, fyrrverandi leiðtoga Katanga, sem varð forsætisráðherra (barðist fyrir lauslega tengdu ríkjsambandi), og loks af Mobutu hershöfðingja (núverandi forseta). Mobutu reyndi að sameina hið víðáttumikla og sundraða ríki með því að höfða til tilfinninga íbúanna gagnvart Afríku. Kongó nefndist nú Zaïre.
Þegar sjálfstæðið fékkst rann belgískt og erlent fjármagn frá nýja ríkinu til Belgíu og aðallega flæmsku héraðanna sem jók mismun þjóðarbrotanna í Belgíu. Mál þetta var því allt hið vandræðalegasta fyrir Belga.

Mobutu:
Mobutu Sese Seko Kuku wa za Banga, ísl:„hinn almáttugi stríðsmaður, sem sakir þols síns og ósveigjanlegs sigurvilja mun vinna hvern sigurinn af öðrum og skilja brennandi eld eftir í kjölfari sínu", heitir réttu nafni Joseph-Désiré Mobutu. Hann er fæddur árið 1930 og lýsti sig forseta 1965. Mobutu er þekktur fyrir að bruðla þar sem hann er erlendis og lifa hátt. Fyrir skömmu kom hann heim frá Frakklandi þar sem hann var í meðferð á sjúkrahúsi sakir krabbameins í blöðruhálskirtli.
Árið 1971 boðaði hann þjóðernisstefu, svokallaðan motubuisma, sem gekk út á það að öll erlend fyrirtæki voru þjóðnýtt, nafni landsins var breytt í Saír og allir landsmenn voru látnir taka upp afrísk skírnarnöfn.
Mobutu hefur neyðst til að draga úr ríkisumsvifum vegna þrýstings frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Samskipti við vesturlönd hafa verið bætt. Mobutu hefur stutt skæruliðasveitir UNITA í Angóla, en sá stuðningur hefur spillt fyrir samskiptum við nágrannaríkin.

Uppreisnin í Saír:
Einsog flestum er kunnugt hefur uppreisn verið gerð í A-Saír. Uppreisnarmenn hafa náð stóru landsvæði á sitt vald og borgunum Kamanyola, Uvira, Goma, Bunia, Butembo, Beni, Bukavu, Kindu og nú síðast Kisangani, þriðju stærstu borg landsins. Uppreisnarleiðtoginn, Laurent Kabila er dýrðlingur í augum fylgismanna sinna. Hann nýtur stuðnings Yoweri Museveni, forseta Úganda og er talinn eiga auðugar námur í A-Saír. Che Guevara skrifaði um Kabila, er hann fór til Afríku 1964, að hann „skildi fullkomlega að helsti óvinurinn væri norður-amerísk heimsvaldastefna". Hvert sem Kabila kemur þar sem marxískur uppreisnarher hans hefur unnið hvert vígið á fætur öðru síðast liðna fimm mánuði með litlum átökum við stjórnarherinn hefur honum verið tekið vel.
„Okkar Móses, okkar Messías" hrópaði mannfjöldinn er Kabila kom til Kisangani í fyrsta sinn eftir töku borgarinnar.

Lokaorð:

Saír mun að öllum líkindum breytast mikið á komandi mánuðum. Hvernig? Það veit enginn. Verður Mobutu við völd? Verður Kabila næsti forseti? Mun hann gera landið að Kúbu Afríku? Það verður tíminn að leiða í ljós. Mun landið, sem var fyrst undir stjórn Leopolds Belgíukonungs, þá Belgíustjórnar, síðan Mobutus; loks verða lýðræðisríki eftir langa bið? Líklegast ekki ef Kabila nær völdum, en hver veit? Það er aldrei að vita nema hann sé George Washington Saírs; e.t.v. á hann eftir að bjarga landinu og gera það að einu ríkasta landi heims. Það hefur allt til þess að bera að verða það. Nóg er af efnum í jörðu og nú fyrir stuttu hafa komið vísbendingar um að olíu sé að finna undir strönd Saír.

Heimildir:

The World Factbook - Zaire

Íslenska alfræðiorðabókin

Morgunblaðið 23. mars 1997, grein (Einvaldur Zaire að falli kominn) á bls. 6 eftir Karl Blöndal

Saga mannkyns, ritröð AB, 14. bindi, Þrír heimshlutar 1945-1965

The Sunday Times 23. mars 1997, grein (Rise of Zaire rebel messiah jolts West) eftir Patrice Mkubwa, Kisangani og James Adams

The World Factbook - Zaire

Það er nokkuð ljóst að Kabila hefur ekki bætt ástandið einsog óskandi væri. Eftir að stríðinu "lauk" hafa flestir gleymt Saír og flestum virðist standa á sama um íbúa landsins, hvað sé að gerast þar og hvernig ástandið er.

>16:41

Bloggers block
Ég held að það sé ekki bara mín skoðun að undanfarið hafi verið töluverð deyfð yfir mannskapnum. Fyrir utan smá kíting telst Angóla-pistill Freyssonar.
Þó vil ég veita Ragnari Torfa verðlaun fyrir að vera Kítari vikunnar.

Árni Kolbeinsson var ráðinn hæstaréttardómari nú í vikunni. Svosem ekki hægt að búast við að fá eitthvað skárra. Talandi um tækifærissinna, ef Samfylkingin er ekki með tækifærispólitík vegna þessarar ráðningar þá veit ég ekki hvað.
Ég er á móti kynjakvótum en þegar öllu er á botninn hvolft þá vildi ég sjá fleiri konur í hæstarétti (eða ætti ég að segja aðra konu í hæstarétti). Ég allavega treysti dómgreind kvenna betur en karla, við værum þá jafnvel að sjá dóma sem ekki væru m.v. lágmarksrefsingu.
E.t.v. er ég galinn en ég bara held að við þurfum ekki einn miðaldra karlinn í viðbót við alla hina til að spara ríkinu uppihald á glæpamönnum landsins of lengi á Litla hrauni.

strik.is skartar ekki aðeins fjölmiðlatröllinu Agli Helgasyni heldur er Hrafn Jökulsson farinn að skrifa þar líka, um menningu og fjölmiðla. Ég fíla þá bræður Hrafn og Illuga og hlýt því að fagna þessu útspili striksins.

Annars er búið að vera ógurlega mikið að gera hjá mér í vikunni, ætlaði að fara snemma að sofa en það virðist eitthvað hafa farið fyrir ofan og neðan garðinn góða. Fór í kvöld á Me Myself and Irene með 10 ára gamalli systur minni (efndi loforð mitt um að fara með henni í bíó en tókst að fá hana af því að fara á "Tuma tígur"), skemmtilegur húmor, þríburarnir voru samt bestir:)

Ég stefni á að kíkja til Sjoppu-Geirs annað kvöld.


>03:27

2000/09/07

Nýnemar
Einn af hinum fjölmörgu kostum við Verzlunarskólann er að þar er enginn busaður, eini skólinn sem ég veit um sem hefur þá reglu í heiðri.
Ég var að koma af "Þriðjubekkjarkvöldinu" og í dag var "Þriðjubekkardagurinn". Byrjaði í dag á því að við tókum gríslingana niður í Laugardal, Húsdýragarðinn nánar tiltekið, þar sem við grilluðum pulsur og fórum í leiki. Það var greinilega stutt í næsta geitungabú þar sem við grilluðum því að ég þurfti að taka hlutverk meindýraeyðisins í mínar hendur og fangaði ein fjögur eða fimm stykki, sem ég svo drekkti til að losna við "lyktina" sem kemur ef þeir eru kramdir og "kallar" þannig á alla hina að koma og "hefna" (þetta var skýring Kára Nemó skv. einhverjum Discovery-þætti).
Síðan í kvöld voru allar nefndirnar kynntar. Sumar nefndir voru með smá sjóv. Málfundafélagið kom öskrandi í skotapilsum inn á sviðið, með Ebba lukkudýr og bikara. Ég var í skotapilsi allt kvöldið, ætlaði bara að vera upp á sviði og fara svo aftur í buxur en var svo bara allt kvöldið. Hins vegar voru tvær stelpur teknar í "Thriller-prufu" í sumar og var það tekið upp með falinni myndavél, það var sjúklega skondið, þær vissu ekki að þetta var bara grín fyrr en í kvöld. Svo var farið í smá leiki, fjórir nýnemar boðnir upp sem pokaberar fyrir golfdjammið um næstu helgi.
En aftur að skotapilsunum. Ég skil mína keltnesku forfeður mjög vel að hafa gengið um í þessum yndislegu pilsum á daily basis. Ég meina, ef maður hugsar út í það, ef maður gæti, þegar gott veður er úti og maður fastur inn í mollulegri kennslustofu, verið í pilsi en ekki einhverjum óþægilegum buxum... það væri náttúrulega bara þægilegt. Ég er allavega að fíla þessi pils og vil koma af stað "nýrri" tízku... gengur ekki upp? allavega, ég væri til í að hafa þennan valkost, rétt einsog konur hafa pils og buxur. Allavega, búast má við að klapplið Verzlunarskólans verði í pilsum þetta árið, rétt einsog í fyrra.

>23:12

Vondur maður
Jói tánaglabóndi er laserpervert!!!

>09:17

2000/09/06

Táneglur
Það ætti að banna menn sem eru með inngrónartáneglum og ganga þess vegna með ósnyrtar neglur, berfættir í sandölunum sínum um ganga æðri menntastofnanna.

Vá hvað mér leiðist, ég nenni innilega ekki að læra!


>21:38

What the f...
Okey, hvað er málið með þetta "teinaldar"-tal Stöðvar 2 manna.
Rosalega eru nýju Hrísauglýsingarnar lélegar, úff!

>19:06

How do you like it?
Hvað eru Krótatar og Brasilíubúar að þvælast inn á síðuna mína? Nú eða Pólverjar og Sádar?!

>00:22

Shelter from the Storm
Íslenska Bob Dylan síðan er eitthvað sem ég náttúrulega fagna.

>00:11

2000/09/05

Bitinn, Ofanleiti
Bláasjoppan heitir núna "Bitinn" og gaurinn sem er búinn að afgreiða þar síðan ég var í 3ja bekk er hættur að afgreiða, einhver annar kominn í staðinn. Allt í lagi með það, líka er búið að taka sjoppuna í gegn og breyta öllu saman. Gott mál og allt það, en, já en, galli er á gjöf Njarðar. Gallinn lýsir sér í því að nú er vikutilboð í gangi sem er allhagstætt. T.d. er Pepsi á 55 kr., samlokur á 99 kr. og hamborgaratilboð, hamborgari, franskar og Pepsi á verkamanna/námsmannaprís, fjögurhundruðkall. Gott og vel, ég, hinn fátæki sísvangi sísetni skólungur, rölti út í Bitann að fá mér eitt stk. hamborgaratilboð. Nema hvað að þegar ég gæði mér á hamborgaranum er hann ekki upp á marga fiska og franskarnar lítilfjörlegar. Þannig nú hef ég eytt fjögurhundruðkalli, sem er ekkert mikið, í mat en langar samt að fá mér eitthvað "gott" samt sem áður. Klukkan er ekki nema hálf-sjö og ég á eftir að hanga hérna til ca. ellefu. Nú eru góð ráð dýr! Sambúð er lokuð og lítil von, nema maður prufi þessar samlokur... ég held ekki.

>18:41

Forvitni fellir margan manninn
Heimsóknum á síðu Einars 4. bekkings fjölgaði í dag allsvakalega, ég vil þakka sjálfum mér það með að hafa sett "Kíktu!"-link á drenginn. Allavega, gaman að sjá hversu auðvelt er að nýta sér forvitni fólks.

Talandi um forvitni, Óli minn, þú verður bara að reyna að ráða í orð mín. Ef þér tekst það ekki, þá eru þau ekki ætluð þér, nema þú sért ekki að sjá í gegnum "myndlíkinguna". Nóg um það...


>18:32

Sentimental Journey - Dino & Ringo
Síðan ég sá brot úr einhverri mynd um "Rottugengið" á laugardaginn (held ég), er ég búinn að vera í algjöru Dean Martin-stuði. Hann var náttúrulega miklu meiri (og flottari) töffari en Frank Sinatra. Volare og That's Amore, algjör snilld! Keypti fyrir ári eða svo einhvurn "best of"-disk á amazon.com fyrir $6-7.

Alltaf gaman að grafa upp "ómerkilega" diska þar, t.d. Sentimental Journey með Ringo Starr, diskur sem ég hef lengi ætlað að komast yfir (en ófáanlegur). Í sumar losaði síðan útgáfan sig við allar birgðir af diskunum ásamt fleiri titlum og amazon keypti þær. Platan var gefin úr í mars 1970 og var fyrsta sólóplata Ringós. Hún inniheldur slagara frá fyrri helmingi aldarinnar, svosem Sentimental Journey, Night and Day, Have I Told You Lately That I Love You?, Stardust o.fl. Platan var gefin út á geisla '95 en hefur greinilega bara selst Ringo/Bítlaaðdáendum en hún stendur samt mjög fyrir sínu, ekki bara fyrir aðdáendur Bítlanna eða Ringos, hún er bara skemmtilegt afturhvarf til millistríðs og stríðsáranna, lögin eru skemmtilega útsett af mönnum einsog Paul McCartney, Paul Voorman, George Martin og Quincy Jones. Þess má geta að Ringo tileinkaði plötuna mömmu sinni og stjúpa en hún komst í 7. sæti brezka listans en 22. sæti Billboard listans bandaríska.
Þess má geta að önnur sólóplötu Ringos sem kom, að ég held, á eftir þessari, þar sem Ringo syngur kántrý, er ekki nánda nærri eins góð og þessi. Guðni Þ Ölversson bítlaaðdáandi með meiru lánaði mér þá plötu eitt sinn ásamt Sentimental Journey og var ég ekki í rónni fyrr en nú, rúmum þremur árum seinna, þegar ég komst yfir þessa yndislegu "mömmuplötu" Ringos, þar sem vinaleg og sérstæð rödd hans fær notið sín. Góð plata fyrir svefninn!


>00:46

Finnbogi hrognmælti
Vá, hvað ég finn fyrir kunnáttuleysi mínu í efnafræði núna! Ég skil ekki annaðhvert orð sem efnafræðineminn er að segja, hvað er t.d. komplexbindast? eða pýrúvatdehydrogenasa? Kannski maður spyrji Sigga líffræðikennara, nei ég held ekki.
Ég held ég lesi fyrir þjóðhagfræðitímann í fyrramálið!

>00:30


>00:11

Grísirnir þrír
Ég vil bara taka það fram að það eru bjartir tímar framundan!

Þeir skilja sem skilja eiga
>00:04

2000/09/04

Rokk!!
mynd: árbók 4. bekkjar 1992 // klikkaðu á myndina og þú ferð á heimasíðu Tóta
Alltaf jafngaman að skoða gömlu 4. bekkjarbækurnar:)
Hver veit nema fleiri myndir verði birtar á næstunni...

>19:39

2000/09/03

Bögg
Búinn að vera að drepast í maganum/þindinni/eitthvað í allan dag. Vaknaði með þvílíkan verk. Veit ekki enn ástæðuna, vonandi að þetta lagist í nótt. Búinn að liggja fyrir í allan dag, fór þess vegna ekki á mótmælin, því miður. Þau höfðu greinilega áhrif, gott mál. Jæja, best að klára bókfærsluverkefnið og fara svo að sofa.
Skrítið hvað er hægt að vera endalaust þreyttur stundum.

>22:54

Úbsí dúbs
Gleymdi, til hamingju Egill!

>00:15

Rós í hnappagatið
Okey, ég held að það sé nokkuð ljóst að Rósa nokkur, gjarnan nefnd í sömu andrá og Spotlight, er ekki sérdeilis góð í að stjórna heilum sjónvarpsþætti. Viðtalstæknin er líka ekki upp á marga fiska.

En ég kom heim úr sumarbústaðnum í dag. Vá! ég hef sjaldan upplifað önnur eins rosaleg rosalegheit! Ætla ekki að útlista það mikið frekar, en ætlunin, að þjappa hópnum saman, tókst með stæl. Flottur bústaður með heitum potti og enginn annar í nálægð þannig það var djammað feitt sko... ubs, síminn...
Jói að hringja að segja mér að kíkja til sín, hluti bekkjarins að hittast, allavega, ég er farinn til Jóa.


>00:05

2000/09/01

Glæmd'ekki þínum kúgaða bróður
==============================
Mótmælum mannréttindabrotum í
Kína og komu Li Pengs til Íslands

==============================

Í júní árið 1989 börðu kínversk stjórnvöld andóf námsmanna og lýðræðissinna niður í blóðbaði á Torgi hins himneska friðar. Fjöldi fólks lét lífið og þúsundir manna voru fangelsaðir fyrir andbyltingaráróður. Þúsundir manna eru í haldi í Kína í dag fyrir að opinbera skoðanir sínar, hvetja til umbóta eða stofna stjórnmálasamtök.
________________

Í tilefni af komu , Li Peng, fyrrverandi forsætisráðherra Kína til Íslands verður efnt til útifundur á Austuvelli sunnudaginn 3. september kl. 14.30

Sendið tilkynningu til sem flestra!!!!


>16:31

Sumarbústaður
Ég er að fara með stjórninni í sumarbústað, gaman að því. Smá galli á gjöf Njarðar, vantar svefnpoka, er á leiðinni í Rúmfatalagerinn. Hversu mikill nörd er ég að eiga ekki svefnpoka(!)?
Myndir verða birtar á morgun eða hinn, veit ekki hvenær ég kom heim né hvenær ég blogga næst. Ætla sem að reyna að komast á Austurvöll í tíma.
Góða helgi!

>16:28
veflingur minn

ég...

curriculum vitae
gammel dansk
röflaðu í mér
Mynda-yndi
ritaðu nafn þitt
gestabók.is
Verzló

heimasíður...

fiasco.as

Stigur.com

uppáhalds...

Arnar
Björgvin G
Egill
Einar Örn
Finnbojji
Geir Freys
Gummi Jóh
Gunnar Már
Ólafur Bjarki
Óli Njáll
Pétur Rúnar
Tolli blúbbari
Tómas
Tóti Freys
Ísl. bloggarar

bloggbabes...

Evabeib
Siggabeib

skoðun...

Silfur Egils
frelsi.is
Minimal State
Múrinn
Vef-Þjóðviljinn

www...

blogger.com
TheCounter
WebMonkey
IMDb leit
Power Bloggers
bepaid.com

Powered by Blogger

Google