|
|
Ágúst Flygenring
2000/08/13
|
Mr. Mel B
Honum er víst alvara...!
>15:47 |
|
Góður punktur!
Af Vef-Þjóðviljanum:
Nokkrar af niðurstöðum 50 ára tilraunar í
stjórnmálum:
|
Norður Kórea |
Suður Kórea |
Íbúar (milljónir) |
21 |
46 |
Lífslíkur drengja við fæðingu (ár) |
49 |
70 |
Lífslíkur stúlkna við fæðingu (ár) |
54 |
78 |
Fæðingar á hverja þúsund íbúa |
15 |
16 |
Dauðsföll á hverja þúsund íbúa |
16 |
6 |
Þjóðarframleiðsla, milljarðar dollara,
(áætlun 1996) |
21 |
647 |
Þjóðarframleiðsla á mann, dollarar |
1.000 |
14.000 |
Útgjöld til hermála sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu |
27 |
3 |
Einstaklingar í herþjónustu |
1.054.000 |
660.000 |
Sjónvarpstæki á hverja þúsund íbúa |
85 |
233 |
Útvarpstæki á hverja þúsund íbúa |
200 |
928 |
Heimild: The World Almanac and Book of Facts 1999.
Mahwah, N.J.: World Almanac Books, 1998, bls.805-806.
>05:34 |
|
Undarlegur drengur
Sumir sökuðu mig í kvöld um að blogga á undarlegasta tíma. Þetta er því eiginlega bara skrifað til að gera viðkomandi til geðs. Annars hlýt ég að teljast undarlegur drengur, þar sem ég er, nú klukkan fimm aðfaranótt sunnudags, að brjóta saman þvott og horfa á Simpson-þátt kvöldsins. Annars var kvöldið ljúft, hins vegar þegar ég kom heim um klukkan 3:30 þá voru, skv. minni talningu sex löggubílar í götunni hérna heima, blokkuðu reyndar alla umferð inn í götuna. Sá ekki betur en að bekkurinn aftur í Ekonulænernum væri þétt setinn.
>05:05 |
2000/08/12
|
Rambó Geimgengill
Ingvar Arnarsson er hrekkjusvin. Hann skrifar um formúlumyndir. Hann segir m.a.:
Conan og Tuggan áttu þó annað og meira sameiginlegt en aðeins óheftan hárvöxt, báðir voru þeir frelsisbaráttumenn. Barbarinn Conan hefndi fyrir morð á foreldrum sínum með því að afhöfða lævísan trúarleiðtoga sem hugðist á nokkurt valdabrölt og kúgun. Tóbakstugga barðist hins vegar gegn Veldinu, sem voru óprúttin samtök er vildu ná heljartökum á alheiminum.
Við þessi orð hans vil ég benda á eftirfarandi (við lesturinn skal tillit tekið til þess að ég er and-formúlulega sinnaður hvað kvikmyndir varða):
Eftir miðjan áttunda áratuginn varð einskonar bylting í Hollywood. Authour-leikstjórarnir hættu að leika lausum hala og kvikmyndaverin komust að því að það sem gæti bjargað fjárhag þeirra, en mörg voru mjög illa stödd, væri "ný" gerð mynda. Myndir sem kostuðu tiltölulega lítið í framleiðslu (samanborið við glæsimyndir otöranna). Ósigur og niðurlæging Bandaríkjamanna í Víetnam hafði þarna áhrif líka. Menn komu heim frá Víetnam, e.t.v. ekki samir eftir þá lífsreynslu og áttu margir hverjir erfitt með að fóta sig í lífsbaráttunni heima fyrir á nýjan leik. Þeir komu heim niðurlægðir, ekki sem hetjur. Menntun manna var e.t.v. einnig af skornum skammti og allt gerði þetta af verkum að sjálfsmynd manna var oft á tíðum mjög brengluð. Hollywood tók sögur af svona mönnum upp á sína arma og bjó til "Rambó". Ofurmanninn, Nietzcheskan testasterónsfylltan kraftakarl sem hjó með báðum höndum og stökk hæð sína í fullum herklæðum, ómenntaður yfirleitt og í hefndarhug. Ríkið, stjórnvöld eða erlend stjórnvöld voru ýmist að ofsækja hann, kúga, nú eða hundelta. Í framtíðarsögum kom þetta einnig í ljós, t.d. "mátturinn" í StarWars sem er notaður grimmt, geimskipum er flogið með hjálp máttarins, ekki fullkomnu stjórntækjanna. Sylvester Stallone varð einskonar holdgervingur þessara mynda, Rocky og Rambo voru bræður og austurríski barbarinn Arnold Svartiskógur var frændi þeirra, í sömu fjölskyldu var að finna t.d. Chuck Norris og jafnvel Burt Reynolds. Ekki gerði Reaganisminn neitt nema auka á þessa þróun, ríkið var vont, einstaklingurinn í fyrirrúmi og menn þurftu að berjast fyrir tilverurétti sínum á eigin forsendum, ef konunni þinni var rænt eða hún myrt, var það þitt að hefna. Mennirnir sem tóku lögin í sínar hendur voru góðu gæjarnir.
Með þessum skrifum er ég ekki að gagnrýna skrif Ingvars, þvert á móti er ég að taka undir þau; formúlumyndir eru, a.m.k. þegar vel er að gáð, þjóðfélagslegur þverskurðu á köflum.
Þó mér finnist formúlumyndir yfirleitt leiðinlegar þá verður ekki komist hjá því að viðurkenna menningarlegt gildi þeirra, rétt einsog Bæjarins beztu er hornsteinn í matarmenningunni, það væri lítið gaman ef ekki væru hægt að fá eina með öllu, eða hamborgara og franskar á Stælnum. Lífið væri leiðinlegt ef maður gæti ekki kíkt í bíó án þess að koma út í þungum þönkum.
>03:41 |
|
Rosemary's Baby
Okey, ég skil ekki af hverju Rosemary's Baby er bara bönnuð innan 12 en ekki 16, er t.d. reituð R í USA. Ég veit ekki hvort það er bara ég en ég er búinn að fá gæsahúð nokkrum sinnum.
>02:21 |
|
Babe-test
Ég tók babe-testið sem Sigga linkar í og fékk 26.67%!!
By the way, til hamingju Sigga með síðuna, hún er flott.
>01:12 |
2000/08/11
|
YES!
Loksins er teljarinn farinn að telja aftur, jibbí!
>13:37 |
|
Pirr
Teljarinn minn hefur ekkert virkað í vikunni, hvað getur verið að?
>13:25 |
|
Hörmungar
Síðasta vika hefur verið hörmuleg, slys á slys ofan.
Vegna flugslyssins hefur umræðan um Reykjavíkurflugvöll aukist. Margir vilja völlinn burt. Auðvitað væri mjög gott að geta flutt hann, en ekki er hægt að flytja hann á marga staði, ekki gengur að hafa hann á sumum stöðum vegna óhagstæðs vinds og landslags og ekki má hann vera of langt í burtu.
Gott og vel, nú er "nýjasta" hugmyndin að flytja allt æfingaflug út fyrir borgina, sú aðgerð minnkar víst umferð um circa 80%.
Flutningur Reykjavíkurflugvallar er auðvitað gott mál. Hins vegar megum við ekki gleyma einu, flugslys eru tiltölulega óalgeng, ég er ekki að bera einhverja statík saman heldur vil ég bara benda á það, þegar fólk er að tala um flugvöllinn, að líkurnar á flugslysi eru mörg þúsundfalt minni en á umferðarslysum. Þar sem ég bý 20 m. frá Reykjanesbrautinni, eða Keflavíkurveginum einsog hann heitir í mínum huga, þá verður mér hugsað til þess að fyrir fáránlega fáum árum síðan var vegurinn óupplýstur! Hver sá sem ekur til eða frá Keflavík sér hversu mikil umferð er um veginn og finnst mér alveg fáránlegt að ekki skuli vera búið að tvöfalda fyrir löngu. Hversu mörg slys verða á veginum, ég hef ekki töluna, en ég veit aðeins að hún er sorglega há. Ég ók til Keflavíkur síðast á þriðjudagskvöld og var stanslaus umferð á móti manni báðar leiðir, ég varð líka vitni af vítaverðum framúrakstri tvisvar sinnum.
Þess vegna segi ég, að áður en menn fara út í framkvæmdir við önnur umferðarmannvirki, mega þeir byrja á því að tvöfalda til Keflavíkur, líka frá Hafnarfirði og inn í Mjódd, þann leið ek ég á hverjum degi yfir veturinn og veit því hversu mikil umferð er um átta- og fjögurleytið á þessum einbreiða vegi, á milli Setbergsins og Vífilstaða hafa orðið mörg hörmuleg banaslys, þarna er mikið um framúrakstur og í hálku má lítið út af bregða því ótrúlega hvasst verður þarna og þegar fólk stígur á bremsuna þá er ekki að sökum að spyrja.
En fyrst ég er farinn að tjá mig um umferðarmál á nýjan leik þá vil ég lýsa undrun minni á viðtali sem ég heyrði í dag við Óla hjá Umferðarráði og Ragnheiði eða Ragnhildi eitthvað sem vinnur við forvarnir í umferðinni. Allavega, þar talaði Óli m.a. um ógæfusporið að hækka hámarkshraðann í 90 (úr 80) fyrir circa 10 árum síðan. Niðurstaða hans, á heildina litið, var sú að hraðinn á vegum úti væri of mikill og þyrfti að lækka leyfðan hraða, auka eftirlit/mælingar og hækka sektir umfram allt.
Okey, skv. hugmyndafræði Óla Há er það markmiðið með umferð að skila öllum aðilum heilum á áfangastað. Ragnh... sagði líka að ef jafn margir létust af einhverjum öðrum ástæðum og í umferðinni þá myndi eitthvað mikið vera gert. Eftir að hafa heyrt þessa umferðargúrúa tala svona gat ég ekki annað en ímyndað mér hvernig umferðin væri ef þau fengju að ráða för.
Öll umferð úti á landi væri á 70, borgarumferðin væri þannig að maður væri klukkutíma úr Hafnarfirði eða Breiðholti og niður í bæ í bíl en einn og hálfan í strætó. Bílprófið væri jafningi stýrimannsprófsins og maður væri almennt betur settur á reiðhjóli.
E.t.v. svört mynd en mín skoðun, lái mér hver sem vill, er sú að ef fólk mætti velja, væri hraðinn í umferðinni ekki minnkaður. Ég held að verið sé líka alltof oft að hengja unga ökumenn, nær væri að skila þeim betur undirbúnum inn í umferðina, hugsunarháttur - attitjút er það skiptir miklu máli, bíll getur verið áhrifamikið morðvopn, sé þessari kröftugu maskínu beitt á rangan hátt, á því er enginn vafi.
Það er rétt að lítill munur er á því hvort þú ekur á 80 eða 90 en munurinn á 100 og 80 er 25%, væri vegakerfið einsog það á að vera væri hægt að hækka löglegan hraða. Bíll árg. 1990 er fornaldarleg í samanburði við árg. 2000, á síðustu árum hefur hraðinn aukist, bílarnir orðið öruggari en vegirnir eru þeir sömu víðsvegar, sumstaðar er hins vegar hægt að réttlæta meiri hraða, t.d. á Suðurlandi og ef tvöfaldað væri til Keflavíkur, það er sami hámarkshraðinn á vegum sem eru S á S-beygju ofan og rennisléttum Suðurlandsveginum. Umferðarmerkingar eru lélegar og enginn tekur mark á reglum sem eru ekki í takt við aðstæður. Það keyrir enginn á 70 til Reykjavíkur, umferðin er á 95-100, þrengt er að vegum og þeir hafðir tvöfaldir á sem fæstum stöðum, skipulag vegagerðar á Íslandi er í molum. Bifreiðinni er ætlað til að skila okkur á áfangastað - strax! einsog allt annað í þjóðfélaginu - strax! ef hægt væri að byggja tímavél og sækja nokkra 50 ár aftur í tímann og flytja til vorra tíma þá myndi þeim blöskra hraðinn allsstaðar, umferðin er engin undantekning, að ætla sér að halda hanni niðri og temja, væri einsog ætla sér að minnka bandvíddina. Umferðin er bannvæn, við verðum að reyna að koma í veg fyrir slys, á réttan hátt, ekki með þeim aðferðum sem hefur verið beitt, t.d. að gera vegina þannig að ómögulegt á að vera að aka þá of hratt vegna beygja og hæðarmismunar, en fólk ekur hratt og skapar þannig hættu. Meðan eini ferðamáti minn sem íbúa á Íslandi er með farartækjum sem ferðast eftir vegakerfi (engar lestir eru og ekki flýgur maður á milli staða eða siglir) þá geri ég þá kröfu að geta komist á milli staða í tíma.
Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr umferðarslysum á nokkurn hátt, þau eru hörmuleg, ég er bara að benda á að ekki sé alltaf hægt að hengja sökina á eitt atriði og fyrra önnur. Umferð er í eðli sínu varasöm, hefur alltaf verið, er og verður það.
Að lokum hvet ég alla til að gefa blóð, þeir sem ekki hafa gert það áður eru beðnir um koma eftir helgi, þá ætla ég.
>04:17 |
|
Eftir lesningu leiðara
Fyrst: Til hamingju Konni með kjörið og nýju frelsi.is síðuna, hún er stórglæsileg!
Og: Til hamingju Björgvin með kjörið og síðuna.
Skv. Magnúsi hinum illa er skilgreiningin á "nörd" þessi:
Merkingin er upphaflega og yfirleitt niðrandi. Orðið er notað sem skammaryrði yfir þá sem eru á einhvern veg utan gátta, yfirleitt sökum óvenjulegra áhugamála og/eða samskiptamynstra í bland við óöryggi og annað smálegt, svosem einkennilegan klæðaburð.
Má vel vera skammaryrði, en ég er utan gátta, með óvenjuleg áhugamál og "einkennilegan" klæðaburð, þ.e.a.s. klæðaburður minn er mjög einkennandi fyrir mig (t.d. þá eru eiginlega bara þrjár búðir sem koma til greina og verslunarstjórar tveggja þeirra heilsa mér á götu úti). Þess vegna vil ég bara segja við þennan tuttuguogeina sem töldu mig ekki vera nörd, sorry en ég er nörd. Að neita því væri einsog ef Bjarni Fel. kallaði sig antisportista.
Arnarar, ég get fullvissað þig að Nettskeipinn minn sækir síðuna þína fyrir mig nær daglega, það eru ennþá til nokkrir Netscape-geirfuglar.
Árni: Þroski=alvarleiki? hmmm... nei, t.d. er náungi núna á CNN sem heitir Pat Buchanan, hann er alvarlegur en er í besta falli misþroskaður.
Jákvæði dagsins fer hins vegar til Siggu fyrir að setja akkeri (#) í templeitið sitt, bravó!
>03:40 |
2000/08/10
|
Jói Vilji junior
Var að bæta Jóa Vilja jr. inn í linkana.
Þess má geta að hann skrifar um miðstjórnarferðina 2000. Hann gerir eitthvað grín að mér fyrir að hafa fengið mér að borða á Mótel Venus (og fékk í magann) sem var lítil upplifun, nema fyrir þær sakir að þar fann ég minnsta klósett sem ég hef séð (semsé básinn), maður þarf, án gríns, að bakka, auk þess að maður má ekki vera mjög rassbreiður. Allavega, nóg um það, kíkið á síðuna hans Jóa.
>01:29 |
2000/08/09
|
Ungir menn á uppleið
Góður punktur Tolli! (ekki það að ég dragi hæfileikann neitt í efa, ekki misskilja)
Hvernig er það annars, Konni, á ekki að fara í Verzló, nei bara svona spá, alltaf sláss fyrir góða ræðumenn ( lítill fugl hvíslaði því einhvern tímann að umræddur Konni væri afbragðsræðari).
Svo er náttúrulega engar fréttir að Björgvin Gé sé á leið í formanninn.
Ungverska formúlan
Já, misjöfn er aðferð þjóða til að laða að ferðamenn og reyna svo að blóðmjólka þá til að skapa gjaldeyristekjur. Ungverjar eru með "nýjusta" ráðið. Bær í örfárra kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem formúlan fer fram þar í landi hafa slegið upp bráðabirgða rauðu hverfi (!). Sumir eru víst ekkert alltof hrifnir, skiljanlega. Annars er nú ekki langt síðan að Ítalir og Frakkar lokuðu síðustu ríkisreknu vændishúsunum.
Já, kannski Tæland sé að fá samkeppni - frá Ungverjum!
Michael Caine
Af hverju er Michael Caine alltaf að leika í einhverjum aksjón-ruglmyndum, um daginn var einhver Seagal-mynd þar sem hann var vondi karlinn og nú er hann að leika í einhvurri Sly-mynd.
Sörvævor
Díses, nú er National Geographic að gera sörvævorþáttaröð sem er um 10 daga ferðalag um óbyggðir Ástralíu! Merkilegt!
>00:17 |
|