Ást við fyrstu sýn?
Var að downloada Netscape 6 PR fyrir svona ca. 2 tímum síðan og er búinn að vera að fikra mig áfram, svolítið meira kostumæsaður en aðrir browserar. Lofar annars góðu,
blogger.com lítur aðeins asnalega út samt, en þegar inn í "bloggstjórnborðið" er komið er það helst "stöðustriksins" sem maður saknar, en kemur ekki að mikilli sök, flest annað er betra.
Samt er þetta náttúrulega "preview-release" sem þýðir að þetta er ekki fullsköpuð, endanleg útgáfa. Þess vegna eru þeir t.d. með svona feedback-fídus til að heyra í manni hvað manni finnst og hvað má bæta. Bíddu nú við, nú hvarf allt í einu það sem ég er að skrifa, andsk... Bloggerinn er semsagt ekki alveg að virka. Eða hvað, nú veit ég hvað var að, smá tæknileg mistök af minni hálfu, komið í lag, sem betur fer. Allavega, þá þarf maður aðeins að venjast því að t.d. snillingaatriðin fyrir póstinn eru komin í sér-settings en ekki allt í einum bunka.
Annað sem ég sakna, er að nú er hann einsog IE að því leiti að síðan breytist eftir því sem að myndirnar koma inn en Netscapeinn gamli (4.7) gerði alltaf ráð fyrir nákvæmlega stærð myndarinnar þegar maður beið eftir að myndirnar lóduðust inn. Annar ókostur er að maður getur ekki klikkað á hægri músartakkann til að fá listann undir back-hnappnum.
Annars skilst mér að núna sé Bill Gates og félagar loksins búnir að setja Print Preview inn í Explorerinn sinn, nokkuð sem var, að mig minnir, í Netscape 1.2 þegar ég byrjaði að nota hann fyrir 5 árum síðan!