|
|
Ágúst Flygenring
2000/07/19
2000/07/18
|
Plakatið og Gummi
Gummi minn, það væri ekkert nema sjálfsagt að leyfa þér að sjá plakatið sem ég lét prenta fyrir kosningabaráttuna, en því miður hef ég ekki A3-skanna og því er það tæknilega ómögulegt, tut mir leid.
>19:55 |
|
Gráamarkaðsskráning?
Ég hef oftar en einu sinni í dag heyrt talað um að fjárfestar fái nú ný hlutabréf í hendur í deCode fyrir þau sem þeir áttu áður, og skráð voru á gráa markaðnum. Þetta finnst mér mjög athyglisverðar fréttir, eru hægt að sækja um skráningu á gráa markaðnum? Er kannski til úrvalsvísitala gráa markaðsins eftir allt saman? Fréttastofa Norðurljósa-samsteypunnar stendur sig vel í fjármálafréttunum:)
>19:51 |
|
Tóti á rútubílnum - Tóti kvennagull
Gummi Jóh talar um hve mikið honum létti þegar hann vissi að það voru ekki tævanskir túristar sem lentu í rútuslysinu hörmulega. Það er ágætt að maður var þá ekki sá eini. En Tóti lenti nú samt aldeilis í ævintýrum, einsog hann segir frá í nýjasta pistli sínum. Maður kynnist fólki í gegnum þetta blogg, þó maður hafi aldrei hitt það.
>17:38 |
|
Lr
Var að leiðrétta leiðbeiningarnar í sambandi við "akkerin". [$BlogItemNumber$] var ennþá með hökunum og því kom númerið fram í stað kvóðans. En þá er búið að leiðrétta það og allir geta látið arkævið funkera, jibbí!
>17:26 |
|
Tekið undir orð
Sigga lét í sér heyra í morgunsárið ( sigridur.tripod.com er eitthvað tímabundið niðri, en linkurinn hér að framan virkar). Bara að benda á það sem hún segir þar (get ekki linkað beint, vantar akkeri einsog sjá má leiðbeiningar hér að neðan).
Lifi málfrelsi litla mannsins!
>17:23 |
|
Here I come and save the day...!
Gummi Jóh kvartar undan að arkævið virki ekki hjá honum, ég held ég viti hvar hundur Gumma liggur grafinn, ég átti nefnilega við þetta sama vandamál að stríða. Þetta virkar allavega hjá mér (í stað < kemur [ og í stað > kemur ]):
[Blogger]
[BlogDateHeader]
[br][div class="dags"][$BlogDateHeaderDate$][/div]
[/BlogDateHeader][br]
[table cellpadding=1 cellspacing=1 border=0]
[tr][td width="80"][/TD][td VALIGN=TOP width="500" bgcolor="#7CFC00"]
[a name="[$BlogItemNumber$]"][/a]
[div class="blogg"][$BlogItemBody$][/div][br]
[font face="Verdana" size=1 color="666666"]
[a href="http://ag.flyg.tripod.com/[$BlogItemArchiveFileName$]
#[$BlogItemNumber$]"]>[/a]
[$BlogItemDateTime$][/font][/TD][/TR][/table]
[/Blogger]
Vonandi kemur þetta að einhverjum notum.
Gummi biður líka um að sjá kostningabaráttuplakatið, spooky!
>16:49 |
|
Goodbye, Farewell and Amen...
Björgvin er hættur að blogga (í bili). Tómas er kominn inn á bloggaralistann minn. Það er komin (eða öllu heldur búin að vera) mikil lægð í íslenska blogg-samfélaginu. Einna helst ArnarAr, Gummi Jóh og hinn ofvirki Pétur sem eru "aktívir".
En er það málið, að blogga nógu oft. Ég veit það ekki, hefur einhver gaman af hvaða myndir ég tek á vídjóleigunni? Eru það ekki gæðin en ekki magnið sem gildir? Ég veit það ekki, mér finnst ekkert að því að menn taki sér pásur, það þarf samt ekki að þýða að menn þurfi að "loka sjoppunni" einsog BIÓ kallar það. Eru menn að blogga fyrir sjálfan sig, vegna þess einfaldlega þeir hafa "þörf" fyrir að láta í sér heyra, eða eru menn að þessu til að "vera með". Hvort sem þú bloggar um mislita sokka, dagskrána á Skjá 1 eða hápólitísk málefni, þá er það þín þörf fyrir að tjá þig um málið sem hlýtur að skipta máli. Kannski að það sé eins komið fyrir blogginu einsog allri umræðu almennt, þegar sumarfríið tekur völdin í þjóðfélaginu þá er miklu minna til að tala um, hafa skoðun á - og menn fara að tala um Djúpu laugina og John Candy.
Bloggið er hin ágætasta leið til að tjá sig um það sem manni liggur á hjarta; StarWars-aðdáendur geta talað um hvað Georg Lúkas er að hugsa o.s.frv.o.s.frv.
Ég blogga þegar mig langar að blogga, það getur verið oft á dag og það getur liðið vika á milli, mitt er valið. Ég loka ekki sjoppunni, hún er bara opin þegar eigandanum hentar.
Sjoppan er musteri mannsins skv. Sigga sjoppueiganda:)
Eða einsog Oliver Twist sagði í Með allt á hreinu: "Ég tvista til að gleyma"
Munið að fara út með ruslið og gleymið ekki smáfuglunum!
Ruglið hér fyrir ofan er mitt val, mæ blogg mæ tjójs! Þeir sem vilja lesa ruglið mitt eru guðvelkomnir, ég hef gaman að lesa rugl annarra og oft eiga sér stað skemmtileg skoðanaskipti. Bla bla bla, mig vantar sárlega niðurlagið í þetta en þar sem ég nenni ekki að pikka lengur hætti ég.
LIFI BLOGGIÐ!!
>01:25 |
2000/07/17
|
Ísa með VISA
Sigurður í Dalsnesti hefur enn á ný ratað á síður DV. Nú ekki fyrir að skrifa í Kjallarann um mafíustarfsemi bankanna, heldur fyrir að hrifsa debetkort af pabba nokkrum í sunnudagsbíltúr. Ástæðan, jú kortþóknun kortafyrirtækjanna er 0,7-0,8% en að lágmarki 5 kr. (þó Siggi sjoppukarl segir raunverulegan kostnað um 50 kr. á færslu). Siggi segist tapa á öllum viðskiptum undir 500 krónum og neitar að borga mafíunni einsog hann kallar kortakompaníin. Merkilegt mál, ótrúlegt hvað sumir menn geta verið þrjóskir! En þar sem ég er svo óheppinn að vera Hafnfirðingur, þá hef ég nokkrum sinnum komið inn í sjoppuna hans Sigurðar. Þetta er vissulega eina sjoppan sem ég hef komið í þar sem öll tilboð (s.s. pylsa og kók) eru auglýst á veggjum sjoppunnar með tvö verð, borgað með peningum og með korti. Vissulega hefur Sigurður sjoppueigandi sinn rétt til að hafa ekki kortaposa (einsog gamla konan sem rekur Vikivaka á Laugarveginum, sem bendir fólki kurteisislega á það og enginn segir neitt) en það merkilega er að hann hefur gert samning við Visa-Ísland um að taka við Electron-kortum og inn í þeim samningi er ákvæði um að hann hafi val um hvort hann taki yfir fjárhæðina og greiði peninga til baka en faktískt hefur hann ekki val um að neita að taka við debetkortum fyrir fjárhæðir undir ákveðinni fjárhæð, þó svo að Visa-Ísland hefur ekki lagt sig fram við að framfylgja því ákvæði. Eða svo sagði allavega Leifur Steinn hjá Visa í viðtali á Bylgjunni í dag. Í sama þætti var viðtal við Sigurð, sem taldi þessi þjónustugjöld beinlínis verðbólguaukandi og þjóðhagslega óhagkvæmt hvernig almenningur væri narraður til að framleiða kostnað sem hlyti að sjálfsögðu að fara út í verðlagið. E.t.v. eitthvað til í þessu með verðlagið en ég er alveg til í að borga þá þessi 0,7% fyrir að hafa val um að nota debetið. En nú er bara að bíða og sjá hvort Siggi sjoppukarl verður dæmdur fyrir að taka eignir kúnna sinna ófrjálsri hendi.
>23:55 |
|
Ræmurýni part II
Í gær skrifaði ég talsvert um Jón Nammi heitinn. Einni af mínum uppáhaldsmyndum sleppti ég í upptalningunni en það er Planes, Trains & Automobiles þar sem þeir leiða saman hesta sína, hann og Steve Martin. Þannig ef þið rekist á þessa klassík úti á leigu, mæli ég með henni.
Ég fór aftur að ráðum Siggu og tók Shooting Fish sem ég hafði ekki séð. Ég verð nú að segja að ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum undir lokin. Full mikið af "deus ex machina" einsog það var kallað í forn-grísku harmleikjunum, þegar guðdómlegar verur komu til jarðarinnar (í leikritinu) og kipptu öllu í liðinn. Í endinn redduðust hlutirnir fullvel, en nóg um það.
Al Pacino hefur alltaf verið í ákveðnu uppáhaldi hjá mér, einsog mörgum öðrum. Um helgina tók ég klassíkina Dog Day Afternoon sem byggð er á sönnum atburðum þegar tveir vinir rændu banka í New York. Ekki svona týpísk bankaránsmynd heldur mun meira fókusað á karakterana heldur en spennuna, enda byggð á atburðum sem komust í fréttirnar í ágúst '72. Á þessum tíma var Al Pacino að sína snilldarperformans aftur og aftur, enda var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fjögur ár í röð, 1973-1976, eða fyrir Guðföðurinn I og II ('73 og '75), Serpico ('74) og fyrir fyrrnefnda Dog Day Afternoon ('76). Myndin fékk, á sínum tíma, 6 Óskarstilnefningar en hlaut ein, fyrir handritið. John Cazale fer á kostum sem Sal, en hann lék einnig á móti Pacino í Guðföðurnum I og II sem Fredo Carleone og einnig muna margir eftir honum sem hinn veikgeðja Stan í The Deer Hunter. Dog Day Afternoon er Al Pacino einsog hann gerist bestur undir öruggri leikstjórn Sidney Lumet, þess sama og leikstýrði Serpico (og reyndar líka snilldinni The Verdict með Paul Newman). Ætti að vera til á mörgum vídjóleigum þar sem Warner hefur endurútgefin hana í Elite-collectioninu sínu, mynd sem vert er að kíkja á.
>23:31 |
|
Ræmurýni
Fyrir skömmu mælti Sigga með myndinni Whatever Happened to Harold Smith. Í einu orði sagt er myndin pjúra snilld. Þannig næst þegar þið farið út á vídjóleigu leitið að þessari mynd:
Annars hefur ein af mínum hundrað spólum verið í vídjóinu um helgina. Good Morning Vietnam sýnir að Robin Williams er snillingur! Annað gott dæmi um það er myndin Patch Adams sem kom mér mjög á óvart. Allavega, svo horði ég á Uncle Buck
með John Candy heitnum. Blessuð sé minning hans, þó hann væri ögn mistækur gerðu myndir einsog Only the Lonely, 1941, Uncle Buck, Splash, Cool Runnings, Delirious, Who's Harry Crumb? og The Great Outdoors auk þess sem hann fór með lítil hlutverk í JFK og í klassíkinni Blús-bræðrum það að verkum að hann hefur alltaf verið í vissu uppáhaldi hjá mér.
Hann dó svo, einsog sumir muna e.t.v., við tökur á myndinni Wagons East í Mexíkó eftir að hafa étið á sig gat svo um munaði og hitinn olli því að hjartað í grey karlinum gaf sig (enda ekki skrítið). Það var þó ekki síðasta frumsýnda myndin því ádeilan Canadian Bacon eftir hugsjónamanninn Michael Moore sem m.a. gerði Roger & Me sem Stöð 2 hefur nokkrum sinnum sýnt, þar sem hann sýnir áhrif lokunar GM-verksmiðju á verksmiðjuborgina Flint skammt frá Chicago. En nóg um það, Canadian Bacon er nokkuð vanmetin, að mínu mati. Alan Alda fer með hlutverk forseta USA sem lýsir stríði á hendur Kanada (!) til að auka vinsældir sínar. Skemmtilegar pælingar um hversu langt pólitíkusar geta gengið.
En nú er klukkan orðin ansi langt gengin, svo ég verð að ljúka við ræmurýnina á morgun. Góðar stundir!
>02:33 |
2000/07/14
|
Bláber?
Allt í einu rann upp fyrir mér einkennileg staðreynd, eru þetta ekki bláber sem prýða bakgrunn Péturs?
Merkilegt!
>02:32 |
|
Púff!
Jæja, þá er maður búinn að lesa blogg síðustu þriggja daga, það er svona að vera á nýju vaktakerfi. Hvað um það...
Finnbojji segist ekki sammála mér með bílprófsaldurinn. Það sem ég held að við getum hins vegar verið sammála um (og jafnvel ökukennarinn - afi hans) er að það sem gæti (vonandi) fækkað slysum og lækkað kostnað við akstur 17-18 ára ökumanna væri að láta þá þjálfast betur, áður en þeir standa á eigin spítum í umferðinni, það var nú eiginlega mergurinn málsins í þessum pistli mínum. (ég veit bara að ég hefði ekki viljað vera án 11 mánaða æfingaaksturs, ég kom þó með smá reynslu eftir þetta tæpa ár)
Sumir eru alltaf jafnhörundsárir hvað tap varðar, skondið:)
Eva er farin að blogga aftur eftir bjarnarsvefn, gaman gaman.
Pétur heitir nýjasti meðlimur ísl. bloggsamfélagsins. Ef mér skjátlast ekki þá er þetta sami Pésinn og sá sem notaði Pepsi-lógóið á heimasíðu sinni fyrir nokkrum árum, felldi miðpéið út sumsé, en á þeirri síðu var einmitt að finna afbragðsgóða síðu um Lettermanninn meðan hann var á dagskrá Stöðvar 3 sálugu (r.i.p.). Allavega, þá er Pétur öflugur drengur í blogginu og hlýtur því link á listanum mínum.
Franski-Geir bloggaði úr internetsjálfsala, snilld!
Annars er þetta blogg að fara út í algjöra vitleysu, bara upptalning, skamm skamm!
Rólegur Bó minn, þakka fyrir áhorfið í kvöld áður en credit-listinn rúllar, full snemmt, einhverri gamalli Burt Reynolds-eitís-rugl-ræmu að ljúka. Annars var Burt Reynolds hetjan mín þegar ég var 5 ára, út af Smokey and the Bandit, myndin er áhorfsins verð þó það væri ekki nema bara til að sjá Jackie Gleason fara á kostum í hlutverki Bufords T. Justice. Nóg um það...
Fyrir stutt fjallaði ég um síðu þar sem hægt er að finna upplýsingar um hver síðasta máltíð fanga á dauðadeildinni í Texas var. Allavega, þar lýsti ég Dr Pepper sem algjörlega ódrekkandi andskota, og varð Gummi Jóh ekki hrifinn af því. Nú er mér orðið ljóst að Pétur ofurbloggari er gefinn fyrir glundrið líka. Svei mér þá, nú veit ég um 2 sem drekka Dr. Pepper! Þessi veröld er skrítin...
Nú er komið gott.
>02:31 |
2000/07/10
|
GoodYear
Í dag heyrði ég í útvarpinu form. Ökukennarafél. Ísl. lýsa því yfir að hækka ætti ökuleyfisaldurinn í 18 ár, úr 17 árum. Manngreyið heldur greinilega að þannig sé vandinn leystur. Fyrst 17 ára ökumenn valda, að mig minnir skv. fréttum, 7x meira tjóni en meðaltalið, en 18 ára (sumsé árinu eldri) bara 4x meira tjóni en meðalökumaðurinn, hlýtur að vera hægt að spara rosapening með því að hækka bara aldurinn um þetta eina ár sem er að kosta þjóðfélagið svona mikið, maðurinn hlýtur að vera snillingur!!
Hann sagði að við ættum að vera óhrædd við að hækka aldurinn, ekkert benti til að íslenskir 17 ára krakkar væru betur til þess fallin að aka bifreiðum en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum, að undanskildu Bretlandi.
"Æfingin skapar meistarann" - ætli formaðurinn hafi aldrei heyrt þetta gamla, góða spakmæli? Hann áttar sig augljóslega ekki á því að e.t.v. er það ekki hvað stendur í fæðingarvottorðinu þínu, heldur reynsla þín og auðvitað vitið í kollinum, sem hefur hvað mest áhrif á aksturslag þitt. Skv. þessari afstöðu ætti þá ekki að erfiða karlmönnum ennfrekar að öðlast hverskyns ökuréttindi, þar sem það er sannað að konur, sem þó hafa yfirleitt minni ökureynslu, eru "öruggari" í umferðinni en karlar, í öllum aldurflokkum. Ætti ekki að setja sérstök lög, sem kveða þá á um að sé kona í bílnum á aldrinum 17-75 ára skuli hún aka bílnum, sé ekki eitthvað sem kemur þá í veg fyrir það, svosem fötlun, fótbrot o.þ.h. Ættu þá ekki konur að njóta lægri tryggingagjalda, rétt einsog eldri, reyndari ökumenn njóta núna? Hafa tjónatölur ekki hlutfallslega lækkað eftir að æfingaakstursaldurinn var lækkaður niður í 16 ára? Hafa tjónatölur í heild sinni ekki hækkað vegna dýrari/brothættari bifreiða og hækkandi launa/bótakostnaðar? Er ekki staðreynd að sumir verða alltaf litlir strákar í sandkassa og vaxa seint upp úr því? Er ekki líka staðreynd að hækkun sjálfræðisaldursins úr 16 í 18 ára hafði ekkert nema vandamál í för með sér (t.d. fyrir skólayfirvöld) í flestum tilfellum? Er ekki staðreynd að Íslendingar búa við aðrar aðstæður en t.d. Þjóðverjar og Danir þegar kemur að veðurfari, samgöngum o.s.frv. Ekki get ég tekið lestina Hafnarfjörður-Kringla á veturna, nei - ég þarf að taka AV klukkan 7:20 en á samt á hættu að mæta 5-10 mín. of seint í tíma sem byrjar 8:05, og margir eru verr settir en ég! Er ekki staðreynd að ungt fólk á Íslandi er að berjast við að reka bíl í óhagstæðu umhverfi til þess að geta búið við það frelsi sem er okkur í blóð borin.
Einsog Pétur Blöndal sagði í ræðu á þingi, þegar lögin um hækkun sjálfræðisaldurs voru hækkuð um heil tvo ár, þá skulum við ekki gera 17 ára gamlan menntaskólanema, sem vinnur með námi, stundar krefjandi nám af kappi, auk þess að æfa íslenska glímu í frítíma sínum að barni!
12 mánuðir hafa ekkert að segja, sumum verður aldrei treystandi í umferðinni, sumir eru einfaldlega þannig. Refsum ekki á röngum forsendum, forvarnir og aukin þjálfun fyrir ökuleyfi í formi æfingaaksturs eru það sem virkar mun betur. Nær væri að skilda alla til að vera 12 mánuði í æfingaakstri, og þannig kynnast öllum mögulegum veðraaðstæðum og íslenskri umferðar"menningu" í hnotskurn. Æfingin skapur jú vissulega meistarann og því væri nær að gera meiri kröfur til ungra ökumanna, áður en þeir eru gerðir að ökumönnum, svo þeim verði það tamt að aka einsog fólk. Og ef form. Ökukennarafél. Ísl. finnst að honum vegið þegar hann álpast til að aka um á löglegum hraða á götum borgarinnar, þá ætti hann kannski frekar að hugsa um alla, já alla, ökumennina á aldrinu 17-77 ára sem aka á "ólöglegum" hraða, þar sem umferðarlögin gera það að verkum að umferð þrifist ekki ef allir færu eftir henni, strætó gæti ekki einu sinni verið á réttum tíma þá engir farþegar væru til að tefja ferðir hans. Það er annað vandamál, kennt við skipulag, þar sem borgir og bæir á Íslandi eru hannaðir frá sjónarmiði hámarksnýtingar á lóðum, en ekki hvort hægt sé að komast til vinnu og aftur heim á kristilegum tíma, auk þess sem skipulagsfræðingarnir virðast passa sig á að hafa byggðina örugglega svo þétta að ekki er hægt að koma fyrir nema einbreiðum götum með hámark 50 km/klst. Gott dæmi um þetta er það sem er að gerast í Hafnarfirði þar sem þrengt er að að Reykjanesbrautinni einsog hægt er á flestum stöðum, þá svo vitað sé að ofanbyggðarvegur er ekki efstur á blaði hjá Vegagerðinni. En nú er þessi reiðilestur minn orðinn ansi langur, auk þess kominn matur, þannig hér set ég punkt.
>19:12 |
|
Mynda-yndi
Foreldrar mínir tóku sig til og fjárfestu í nýrri stafrænni Epson-myndavél á föstudaginn. Þetta gerði það að verkum að stór hluti helgarinnar fór í myndatökur og prufur, loksins tókst mér að fá tólið til að virka í nótt, com1-tengillinn á gömlu tölvunni er greinilega eitthvað out-of-date því ekki vildi sú gamla kannast við myndavélina, þrátt fyrir miklar tilraunir undirritaðs. En lappinn minn elskulegi tók henni opnum örmum og eru því myndir úr grillpartýi 5/6-R um helgina væntanlegar, svona þegar ég nenni að spá í myndvinnsluforritið.
>17:16 |
|
Tröllasögur
Ekki gerist það oft að ég fíla mig lítinn. Þetta gerðist þó á fimmtudaginn í vinnunni þegar að tveggja metra, 120 kílóa kjötflikki birtist til að hjálpa mér, vissulega væri þetta ekkert sérstakt, ef drengurinn væri ekki 18 ára gamall! Verkið sem hann var að hjálpa mér við fól meðal annars í sér að draga 10" ryksugubarka upp á pall í 10-15 metra hæð. Þetta er helv... þungt og hafði ég mig allan við að draga hann upp með tilheyrandi stút og samskeytum sem taka vissulega í. Svo birtist trölli, beygði sig yfir handriðið og mátti maður bara hafa sig allan við að taka á móti barkanum sem hann dróg upp, slíkur var atgangurinn í gutta. Drengurinn þurfti ekki einu sinni að spyrna við fótum, heldur togaði bara þar sem hann stóð við handriðið. Alveg ótrúlegt! En nóg af tröllasögum.
>16:58 |
|