Brilljant comment í 5-R

notabene: algjörlega random raðað


"Ég held að Hitler og Saddam Hussein sé bara sami maðurinn"
- Heiða

"Bíddu, er ríkið ekki að greiða á ári í vaxtagjöld tvo milljarða... eða tuttugu... annað hvort..."
- Kristófer

"Búa ekki svona ein milljón í Indlandi...? eða einn milljarður...?"
- Aldís

"Ég segi bara aldrei neitt heimskulegt..."
- Binni

"Bíddu, af hverju er myndvarpinn hérna??"
- Tommi Sölva, eftir að hafa fært hann þvert yfir stofuna

"Hva' segið þið, langar ykkur ekkert á kaffihús? Það er svo gott veður og svona..."
- Tommi Sölva á sólríkum haustdegi

"Kristófer er örugglega með greindarvísitölu langt undir sjávarmáli"
- Heiða

"Jæja, eigum við ekki bara að taka pásu núna...?"
- Tommi Sölva

"Jæja, eigum við ekki bara að taka hádegishlé núna...?"
- Tommi Sölva

Aldís: "Viltu skrifa aðeins stærra, ég sé ekki neitt"
Tommi: "Gleymdirðu gleraugunum heima, eins og í 3. bekk?"
Aldís: "Þú átt ekkert að muna eftir því!"
Tommi: "Nei, bíddu, málið var að í 3. bekk verstu að fá þér ný gleraugu, en þau voru aldrei tilbúin..."
Aldís: "...já!"

Eva: "Heiða, helltirðu yfir bókina!?"
Heiða: "...já"
Eva: "Ég sá að þú varst að fara að hella, en bjóst ekki við því að þú myndir gera það!
Heiða: "Ekki ég heldur!"

"Bíddu, á ég ekki að vera hérna núna...?"
- Tommi Sölva í sögutíma

"Fyrirgefðu, ég er alveg heiladauð..."
- Aldís

"Bíddu, talaðirðu við hann?"
- Aldís, eftir að Hulda sagðist vera að skrifa bók um vesturfarann Sumarliða sem dó 1926!

(um Tomma Sölva)
Hulda: "Já, þessi í vestispeysunni?"
Bekkurinn: "Nei, hann er alltaf í bol og svörtum eða gráum buxum"
Ónefnd: "Hann er með svona kúlurass!"

"Ég hef ekkert á móti Ólafi Ragnari persónulega..."
- Ágúst

"Ehh, kannski af því að konur eru fávitar!"
- Hanna María

"Heyrðu, er ég ekki töfluvörður þessa viku?"
- Eva

"Já fyrirgefið, ég er með súrefni í hausnum núna..."
- Margrét efnafræðikennari

(á fimmtudegi)
Alli: "Ég var að fatta að við þurfum ekki að skila smásögunni á mánudaginn, það er ekki fyrr en 1. nóvember"
Einhver: "1. nóvember er á mánudaginn"
Alli: "Ó! Ég er í vitlausri viku - shit!"

"Þið farið bara til Þórðs og látið hann breyta passwordinu..."
- Kristófer

(eftir að hafa hnerrað að hætti sextugra togarasjómanna)
"Ég var sko að reyna að loka augunum þegar ég hnerra. Ég man samt ekki af hverju, eða sko, ég var í veðmáli við ónefndan aðila um að maður gæti ekki haldið agunum opnum þegar maður hnerrar. Það er ekki hægt..."
- Heiða (hver önnur?)

(á fimmtudegi)
Aldís: "Það er eitthvað svo mikill galsi í okkur í dag..."
Heiða: "Hva', það er nú líka föstudagur!"

"Eftir klukkan tvö, þá hættir bara heilinn í mér að starfa!"
- Sigga Fanney

"Heyrið þið, það verður frí í tímanum á morgun - ég er nefnilega að fara að keppa í fótbolta við nemendur. Ég þarf þess vegna að komast í sturtu"
- Tommi Sölva

"Nei, við getum ekki haft 2.5 vélar - hugsið ykkur ef þetta væru menn ... nema ef þetta væru kannski tveir menn og ein kona ... nei nei, ég segi nú bara svona. Þetta má ekki fara á listann - nema undir dulnefni"
- [dulkóðun - frekari upplýsingar gefur Íslensk erfðagreining]

"Ég held að hann Ágúst hafi alveg rétt fyrir sér eins og fyrri daginn og er ég algjörlega sammála honum. Skál fyrir því."
- Kristófer í umræðu um hvers vegna konur höfðu það betra í Egyptalandi til forna en samtímakonur þeirra

"Eru ekki 0,4 mól meira en 0,2?"
- Aldís

"Heyrðu Friðrik, ég finn ekki í orðabók eitt orð í Newsweek. Það er stafað O-I-N-K-S"
- Eva Sóley

"Bera beinin? af hverju voru þeir að bera beinin?"
- Jóhanna

"Það er ekkert smá sem maður brennir bara við að hugsa!"
- Aldís